Ríkisstjórnin nýtur mest stuðnings karla og eldra fólks Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:45 Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira