Þegar þú ert að rísa úr öskunni er mikilvægt að anda ekki að sér Kári Stefánsson skrifar 9. september 2016 07:00 Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar