Enski boltinn

Butt líkir Rashford við Henry

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Nicky Butt, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi yfirmaður unglingaakademíu félagsins, líkir ungstirninu Marcus Rashford við Thierry Henry og segir aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur sér leið inn í aðallið United.

Rashford hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma en aðeins hálft ár er síðan hann þreytti frumraun sína með United.

Rashford skoraði sigurmark United gegn Hull um þarsíðustu helgi og minnti svo enn frekar á sig með þrennu í 6-1 sigri enska U-21 árs landsliðsins á Noregi á þriðjudaginn.

Sjá einnig: Fjórar frumraunir og fjögur mörk hjá Rashford

Butt segir margt líkt með Rashford og Henry sem er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal.

„Þeir eru báðir ótrúlega fljótir. Þegar Marcus er kominn á ferðina er ekki hægt að stöðva hann,“ sagði Butt og bætti því við að Rashford væri bestur þegar hann fengi sendingar inn fyrir varnir andstæðinganna.

„Eins og staðan er núna mun hann kannski eiga erfitt uppdráttar gegn líkamlega sterkum miðvörðum. Þetta snýst um hvernig [José] Mourinho ætlar að spila. Ef hann notar Michael Carrick, sem getur sett boltann inn fyrir, þá lítur dæmið allt öðruvísi út. Marcus getur hlaupið inn fyrir allan daginn.“

Rashford hefur ekki enn byrjað leik á tímabilinu en Mourinho hefur hingað til veðjað á Zlatan Ibrahimovic sem aðalframherja United.

„Marcus mun fá tækifæri í aðalliðinu því hann er það góður,“ sagði Butt.

„Við erum með Zlatan, Wayne Rooney og Anthony Martial. En ef Marcus heldur áfram að ógna með hraða sínum og krafti verður ómögulegt að halda honum fyrir utan liðið.“

Næsti leikur United er gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Manchester City í hádeginu á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar

Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar.

Martial: EM var hörmung fyrir mig

Anthony Martial, framherji Manchester United, er ósáttur með eigin frammistöðu á EM í Frakklandi í sumar.

Claudio Bravo, ertu klár?

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×