Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær.
Bieber kom til landsins í einkaflugvél af gerðinni Gulfstream G550 og fór beint frá Reykjavíkurflugvelli í Bláa Lónið.
Vísir bauð upp á beina sjónvarpsútsendingu frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í gær og verður hið sama upp á teningnum í dag. Klukkan 15:30 hefst bein útsending Vísis frá Kórnum og munu fréttamenn okkar ræða við tónleikagesti og fleiri góða Bieber-aðdáendur.
Drengirnir í hljómsveitinni Sturla Atlas munu einnig mæta í viðtal en þeir hita upp fyrir Justin Bieber á tónleikunum í kvöld, og annað kvöld.
