Enski boltinn

„United hefur smá forskot á City“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City verður án Sergio Agüero.
Manchester City verður án Sergio Agüero. vísir/getty
Dwight Yorke, fyrrverandi framherji Manchester United, telur sína gömlu félaga hafa smá forskot Manchester City og eigi eftir að kreista út sigur þegar liðin mætast í stórleik fjórðu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í hádeginu á laugardaginn.

Beðið er eftir leiknum með gríðarlegri eftirvæntingu en bæði United og City eyddu miklu á leikmannamarkaðnum í sumar og þá endurnýja erkifjendurnir José Mourinho og Pep Guardiola kynnin á hliðarlínunni.

Yorke telur að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa United sem og sú staðreynd að Sergio Agüero, framherji City, verður í leikbanni.

„Það er erfitt að spá fyrir um úrslit í þessum leik. Bæði lið eru að spila frábærlega og báðir stjórarnir hafa byrjað virkilega vel,“ segir Yorke við Sky Sports.

„Manchester United er að rétta sig af og vinna leiki sem það hefði tapað á síðustu leiktíð. José kom með sigurhefðina aftur á Old Trafford. Við vitum að Pep er líka frábær stjóri og hefur unnið hvar sem hann stígur niður fæti. Þetta hefur hann komið með inn í City-liðið.“

„Það er erfitt að spá í hvað gerist en ég tel það að vera án Agüero sé mikið áfall fyrir City. Þar sem leikurinn verður spilaður á Old Trafford finnst mér United vera með smá forskot á City,“ segir Dwight Yorke.


Tengdar fréttir

Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar

Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar.

Claudio Bravo, ertu klár?

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×