Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson segir að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sé á móti aðild að Evrópusambandinu og eigi samleið með kjósendum um þá stefnu. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30