Stefán: Vonandi hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2016 06:30 Stefán er klár í slaginn. vísir/anton Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA. Olís-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA.
Olís-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira