Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 10:45 Höfuðstöðvar Monsanto í St. Louis-borg í Missouri-fylki Bandaríkjanna. Vísir/AFP Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto. Myndi Monsanto fá um fimmtán þúsund krónur á hvern keyptan hlut. Viðræður Bayer og Monsanto eru sagðar langt komnar í tilkynningu sem Bayer sendi frá sér í gær. Monsanto framleiðir og þróar erfðabreytt fræ fyrir matvæli á borð við maís, sojabaunir og hveiti. Auk lyfjaframleiðslu framleiðir og þróar Bayer skordýraeitur fyrir akuryrkju og erfðabreytt matvæli undir nafninu Bayer CropScience. Með fyrirhuguðum samruna vonast Bayer til að verða langstærsti framleiðandi erfðabreyttra fræja fyrir matvæli á heimsvísu. Eigendur Monsanto höfðu áður hafnað rétt rúmlega sjö þúsund milljarða króna tilboði Bayer. Hið hækkaða tilboð Bayer kemur í kjölfar samruna samkeppnisaðila á borð við Dow Chemical, DuPont og Syngenta. Fréttastofa BBC greinir frá því að óvíst sé að samkeppniseftirlit Bandaríkjanna samþykki samruna Bayer og Monsanto vegna stærðar fyrirtækjanna tveggja. Þá hafa hagsmunasamtök bænda þar í landi lýst yfir áhyggjum af samrunanum og segja hann leiða til minni samkeppni og hærra verðs. Um er að ræða átjánda hæsta kaupverð í sögunni. Það hæsta var hins vegar þegar Vodafone keypti þýsku Mannesmann-samsteypuna á 202 milljarða bandaríkjadala, andvirði 23 þúsund milljarða króna. Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto. Myndi Monsanto fá um fimmtán þúsund krónur á hvern keyptan hlut. Viðræður Bayer og Monsanto eru sagðar langt komnar í tilkynningu sem Bayer sendi frá sér í gær. Monsanto framleiðir og þróar erfðabreytt fræ fyrir matvæli á borð við maís, sojabaunir og hveiti. Auk lyfjaframleiðslu framleiðir og þróar Bayer skordýraeitur fyrir akuryrkju og erfðabreytt matvæli undir nafninu Bayer CropScience. Með fyrirhuguðum samruna vonast Bayer til að verða langstærsti framleiðandi erfðabreyttra fræja fyrir matvæli á heimsvísu. Eigendur Monsanto höfðu áður hafnað rétt rúmlega sjö þúsund milljarða króna tilboði Bayer. Hið hækkaða tilboð Bayer kemur í kjölfar samruna samkeppnisaðila á borð við Dow Chemical, DuPont og Syngenta. Fréttastofa BBC greinir frá því að óvíst sé að samkeppniseftirlit Bandaríkjanna samþykki samruna Bayer og Monsanto vegna stærðar fyrirtækjanna tveggja. Þá hafa hagsmunasamtök bænda þar í landi lýst yfir áhyggjum af samrunanum og segja hann leiða til minni samkeppni og hærra verðs. Um er að ræða átjánda hæsta kaupverð í sögunni. Það hæsta var hins vegar þegar Vodafone keypti þýsku Mannesmann-samsteypuna á 202 milljarða bandaríkjadala, andvirði 23 þúsund milljarða króna.
Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira