Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Sæunn Gíslason skrifar 7. september 2016 07:00 Tveir af hverjum þremur erlendum ferðamönnum sem komu til Íslands sumarið 2014 skoðuðu náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi. vísir/vilhelm Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32