Af forréttindafólki og fordómum Kristín Sævarsdóttir skrifar 6. september 2016 11:39 Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun