Baltasar um gagnrýnina á Nova-snappið: Fáránlegar yfirlýsingar að verið væri að normalísera fíkniefni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:56 Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58