Erlent

Málefni Sýrlands: Vottur af bjartsýni eftir fund Obama og Pútín

Atli Ísleifsson skrifar
Fundur forsetanna stóð í einn og hálfan tíma.
Fundur forsetanna stóð í einn og hálfan tíma. Vísir/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að hann og Barack Obama Bandaríkjaforseti deili að vissu leyti sameiginlegri sýn varðandi framhald mála í Sýrlandi. Pútín lét orðin falla eftir fund forsetanna í Kína í gæt. Obama segir fundinn hafa verið árangursríkan.

„Við höfum haft uppbyggilegar samræður um hvernig skuli vinna að því að binda enda á ófriðinn,“ segir Obama. Pútín segir að samkomuleg ætti að geta náðst „á næstu dögum“.

Fundur forsetanna stóð í einn og hálfan tíma. Ekki var um sameiginlegan fréttamannafund að ræða að fundi loknum, heldur ræddu þeir við fjölmiðlamenn sitt í hvoru lagi.

Pútín sagði að samvinna ríkjanna þegar kæmi að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum komi til með að aukast á næstunni svo eftir verði tekið.

Hávær orðrómur hefur verið uppi um að stórveldin muni sameinast um nýja áætlun varðandi Sýrland, sem fæli meðal annars í sér að samið yrði um vopnahlé í Aleppo og að nýjar reglur yrðu settar um loftárásir. Fengi stórveldin bandamenn sína í Sýrlandi – bæði stjórnarherinn og ólíka uppreisnarhópa – á sitt band myndi það fela í sér stórt skref í átt að friði.


Tengdar fréttir

Duterte iðrast orða sinna

Rodrigo Duterte kallaði Barack Obama „hóruson“ en talsmaður Duterte segir orðin ekki hafa verið ætluð sem árás á Obama.

Kallaði Obama hóruson

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×