Viðskipti innlent

Moody's hækkar lánshæfismat OR og Landsvirkjunar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Einkunn Orkuveitu Reykjavíkur var færð upp í Ba2 úr Ba3.
Einkunn Orkuveitu Reykjavíkur var færð upp í Ba2 úr Ba3. vísir/vilhelm
Matsfyrirtækið Moody’s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar.

Orkuveitan hækkar í flokk Ba2 með stöðugum horfum en var áður í flokki Ba3. Landsvirkjun hækkar úr Ba1 í Baa3 án ríkisábyrgðar eða í fjárfestingarflokk. Báðar hækkanirnar koma í kjölfar þess að lánshæfismat ríkissjóðs var hækkað um mánaðamótin.

Í rökstuðningi Moody’s með ákvörðun um OR kemur fram að fimm ára fjárhagsáætlun fyrirtækisins, sem samþykkt var í mars árið 2011, hafi gengið upp á nær öllum sviðum. Bætt mat endurspegli traustari lausafjárstöðu þess.

Breytingin á lánshæfismati Landsvirkjunar er í beinu sambandi við hækkun lánshæfismats íslenska ríkisins enda er fyrirtækið að fullu í eigu ríkisins.

Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×