Með merkari fornleifafundum síðustu ára Heiðar Lind Hansson skrifar 6. september 2016 07:00 Rúnar Stanley Sighvatsson, einn fundarmanna, og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, skoða sverðið við afhendinguna. „Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46