Fótbolti

Albert í Meistaradeildarhóp PSV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert er í Meistaradeildarhóp PSV annað árið í röð.
Albert er í Meistaradeildarhóp PSV annað árið í röð. vísir/getty
Albert Guðmundsson, leikmaður PSV og U21-árs landsliðsmaður Íslands, hefur verið valinn í Meistaradeildarhóp PSV fyrir komandi leiktíð.

Albert, sem er fæddur 1997, var líka í hópnum hjá PSV í Meistaradeildinni í fyrra, en pilturinn gekk í raðir PSV frá Heerenven í fyrra.

Hann hefur staðið sig vel með varaliði PSV þar sem hann hefur spilað vel og heillað þjálfara aðalliðsins, gömlu kempuna Philip Cocu.

Hollensku meistararnir eru með Bayern Munchen, FC Rostov og Atletico Madrid í riðli, en flautað verður til leiks í Meistaradeildinni þrettánda september.

Uppaldi KR-ingurinn er nú með U21-árs landsliði Ísland í Frakklandi þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2017, en Ísland er á toppi riðilsins.

Albert hefur spilað einn U21-árs landsleik, en hann kom inná í æfingarleik gegn Rúmeníu í mars á síðasta ári. Hann á að baki ellefu U19-ára leiki og skorað fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×