Fótbolti

Samherjar Birkis og Alfreðs sáu um Georgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Austurríkismenn fagna í leiknum í dag.
Austurríkismenn fagna í leiknum í dag. vísir/getty
Austurríki vann 2-1 sigur á Georgíu í dag, en leikið var í Georgíu. Þetta var fyrsti leikur D-riðils í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi.

Martin Hinteregger, samherji Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg í Þýskalandi, kom Austurríki yfir á 16. mínútu.

Sextán mínútum síðar tvöfaldaði Marc Janko, samherji Birkis Bjarnasonar hjá Basel, forystuna í 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Georgía minnkaði muninn á 78. mínútu með marki frá Jano Ananidze, en nær komust heimamenn ekki og Austurríki byrjar riðill á góðum sigri.

Þeir hafa verið búnir að jafna sig á svekkelsinu þegar Ísland vann þá á EM í Frakklandi í sumar, en í riðlinum eru einnig Serbía, Írland, Wales og Moldóva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×