Fótbolti

Árni: Frakkarnir spila allt öðruvísi en N-Írarnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Vilhjálmsson, framherji U-21 árs landsliðsins, býst við að leikurinn gegn Frökkum á morgun verði öðruvísi en leikurinn gegn N-Írlandi á föstudaginn.

„Frakkar spila allt öðruvísi en N-Írarnir. Ég býst við erfiðum og öðruvísi leik,“ sagði Árni í samtali við KSÍ.

Íslensku strákarnir eru í frábærri stöðu í sínum riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er á toppi riðilsins með 15 stig og á leik til góða á Makedóníu og Frakkland sem eru í 2. og 3. sæti.

Það er því mun meiri pressa á Frökkum fyrir leikinn í Caen á morgun.

„Já, en við þurfum líka að ná góðum úrslitum. Það er mikilvægt fyrir okkur til að halda okkur á þeim stað sem við erum á,“ sagði Árni sem var í byrjunarliðinu í sigrinum á N-Írum.

„Það er mjög jákvætt að eiga leik til góða. En það þýðir ekkert að pæla í því, við þurfum bara að fara í þennan leik til að vinna hann.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Hjörtur: Ég hef aldrei tapað fyrir Frökkum

Hjörtur Hermannsson segir að þolinmæðin sé einn af lykilþáttunum í góðu gengi U-21 árs landsliðsins sem er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017 í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×