Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira