Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira