Telur sig ekki brjóta höfundar- eða sæmdarrétt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2016 19:00 Fimm þúsund króna peningaseðillinn er í aðalhlutverki á myndlistarsýningu í Reykjanesbæ. Listamaðurinn sem teiknaði verkin telur sig ekki vera að brjóta höfundar- eða sæmdarrétt með birtingu þeirra en á von á því að fulltrúi frá Seðlabankanum komi til þess að meta það. Á myndlistarsýningu sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina sýnir listamaðurinn óvenjulega list. Þar tekur hann fyrir fimm þúsund króna seðil en hvað segja höfundaréttalögin um það? Í fjórðu grein höfundalaga sem samþykkt voru á alþingi í maí 1972 kemur fram að „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." Þá hefur Seðlabankinn einnig sett meginlínur við hvers konar notkun eftirmynda hann sættir sig við en þar segir meðal annars: „Bent er á að ekki er heimilt að breyta myndefni íslenskra peningaseðla og birta skrumskældar eftirgerðir þeirra, hvort sem er í prentuðu máli eða í ljósvakamiðlum.” Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn, teiknuðu fimm þúsund króna seðilinn á sínum tíma en hann fór fyrst í umferð árið 1986. Myndlistarmaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee hefur á stuttum tíma vakið athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun. Tjáningarfrelsi Odee er honum mjög hugleikið sérstaklega gagnvart höfundarrétti og telur sig ekki vera brjóta lög með myndbirtingunni. „Ég skapa bara til þess að skapa og það er bara einhverra annarra að pæla í því. Ég mundi aldrei láta höfundarrétt, sæmdarrétt eða eitthvað stoppa mig í að framleiða eða búa til nýja list. Ég er náttúrulega bara að skapa ákveðna ádeilu og húmor fyrir fólk að koma að skoða skrumskælingu á peningaseðlinum sem allir þekkja,“ segir Odee. Miðað við reglur og meginlínur Seðlabankans á notkun eftirmynda peningaseðla má ætla að Odee sé með verkum sínum að skrumskæla fimmþúsundkróna seðilinn. „Nei. Það kom reyndar einn hérna í gærkvöldi sem sagði að hann þekkti einhvern hjá Seðlabankanum sem sæi um peningaprentið. Hann ætlaði að senda hann hingað í kvöld. Það verður gaman að heyra álit hans ef að hann kemur,“ segir Odee.Heldur þú að sýningu yrði lokað ef þeir flokka þetta undir skrumskælingu? „Nei ég efast um það. Það gætu orðið einhverjir eftirmálar en eins og ég segi ég spái bara lítið í því þegar ég er að skapa,“ segir Odee að lokum. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fimm þúsund króna peningaseðillinn er í aðalhlutverki á myndlistarsýningu í Reykjanesbæ. Listamaðurinn sem teiknaði verkin telur sig ekki vera að brjóta höfundar- eða sæmdarrétt með birtingu þeirra en á von á því að fulltrúi frá Seðlabankanum komi til þess að meta það. Á myndlistarsýningu sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina sýnir listamaðurinn óvenjulega list. Þar tekur hann fyrir fimm þúsund króna seðil en hvað segja höfundaréttalögin um það? Í fjórðu grein höfundalaga sem samþykkt voru á alþingi í maí 1972 kemur fram að „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." Þá hefur Seðlabankinn einnig sett meginlínur við hvers konar notkun eftirmynda hann sættir sig við en þar segir meðal annars: „Bent er á að ekki er heimilt að breyta myndefni íslenskra peningaseðla og birta skrumskældar eftirgerðir þeirra, hvort sem er í prentuðu máli eða í ljósvakamiðlum.” Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn, teiknuðu fimm þúsund króna seðilinn á sínum tíma en hann fór fyrst í umferð árið 1986. Myndlistarmaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee hefur á stuttum tíma vakið athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun. Tjáningarfrelsi Odee er honum mjög hugleikið sérstaklega gagnvart höfundarrétti og telur sig ekki vera brjóta lög með myndbirtingunni. „Ég skapa bara til þess að skapa og það er bara einhverra annarra að pæla í því. Ég mundi aldrei láta höfundarrétt, sæmdarrétt eða eitthvað stoppa mig í að framleiða eða búa til nýja list. Ég er náttúrulega bara að skapa ákveðna ádeilu og húmor fyrir fólk að koma að skoða skrumskælingu á peningaseðlinum sem allir þekkja,“ segir Odee. Miðað við reglur og meginlínur Seðlabankans á notkun eftirmynda peningaseðla má ætla að Odee sé með verkum sínum að skrumskæla fimmþúsundkróna seðilinn. „Nei. Það kom reyndar einn hérna í gærkvöldi sem sagði að hann þekkti einhvern hjá Seðlabankanum sem sæi um peningaprentið. Hann ætlaði að senda hann hingað í kvöld. Það verður gaman að heyra álit hans ef að hann kemur,“ segir Odee.Heldur þú að sýningu yrði lokað ef þeir flokka þetta undir skrumskælingu? „Nei ég efast um það. Það gætu orðið einhverjir eftirmálar en eins og ég segi ég spái bara lítið í því þegar ég er að skapa,“ segir Odee að lokum.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira