Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2016 23:41 Egill hefur nú stigið fram, eftir að Arnar Páll sagði Sigurð Inga feitan, og upplýst að sjálfur hafi hann orðið fyrir fitufordómum af hálfu Arnars Páls. Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“ Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“
Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52
Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04