Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2016 22:53 Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. „Landspítali harmar fráfall Nóa Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Í Kastljósi í vikunni fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. Páll segir þessa umfjöllun Kastljóssins hafa látið engan sem á horfði ósnortinn. „Enda sorg foreldra barnsins sem lést og annarra ástvina átakanleg,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir ítarlega rótargreiningu hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu Embættis landlæknis, að mistök hafi verið gerð sem leiddu til dauða drengsins. „Það er sannleikur málsins. Landspítalinn brást þessari fjölskyldu. Við getum aldrei harmað það nógsamlega,“ segir Páll. Hann segir Landspítalann geta þó dregið lærdóm af þessu alvarlega máli og það hafi raunar þegar gerst í kjölfar rótargreiningarinnar. „Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir sem ætlað er að bæta þjónustu okkar við foreldra í fæðingarferli og höfum við þegar komið sjö slíkum verkefnum í farveg, m.a. í samstarfi við Embætti landlæknis. Árangur okkar í fæðingarhjálp er á heimsmælikvarða og raunar erum við þar fremst meðal jafningja. Það gerir undantekningarnar svo hörmulegar. Það er samt mikilvægt að minna almenning á þessa staðreynd og ég fullyrði að fæðandi konum er óhætt að leita til Landspítala,“ segir Páll. Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Landspítali harmar fráfall Nóa Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Í Kastljósi í vikunni fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. Páll segir þessa umfjöllun Kastljóssins hafa látið engan sem á horfði ósnortinn. „Enda sorg foreldra barnsins sem lést og annarra ástvina átakanleg,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir ítarlega rótargreiningu hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu Embættis landlæknis, að mistök hafi verið gerð sem leiddu til dauða drengsins. „Það er sannleikur málsins. Landspítalinn brást þessari fjölskyldu. Við getum aldrei harmað það nógsamlega,“ segir Páll. Hann segir Landspítalann geta þó dregið lærdóm af þessu alvarlega máli og það hafi raunar þegar gerst í kjölfar rótargreiningarinnar. „Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir sem ætlað er að bæta þjónustu okkar við foreldra í fæðingarferli og höfum við þegar komið sjö slíkum verkefnum í farveg, m.a. í samstarfi við Embætti landlæknis. Árangur okkar í fæðingarhjálp er á heimsmælikvarða og raunar erum við þar fremst meðal jafningja. Það gerir undantekningarnar svo hörmulegar. Það er samt mikilvægt að minna almenning á þessa staðreynd og ég fullyrði að fæðandi konum er óhætt að leita til Landspítala,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02