Ég var óvenjulega afslöppuð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2016 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vill komast inn á sterkustu mótaröð heims. vísir/vilhelm Ólafía Þórunn Kristinsdóttir freistar þess nú að komast inn á bandarísku atvinnumannaröðina í golfi, LPGA, samhliða því að keppa á Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn flaug í gegnum fyrsta stig úrtökumótaraðarinnar um helgina. Ólafía tók þátt í móti í Kaliforníu ásamt tæplega 350 öðrum kylfingum og komust 92 áfram á næsta stig mótaraðarinnar en úrtökustigin eru alls þrjú. Þeir sem komast alla leið vinna sér inn þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni sem hefst á næsta ári. „Þetta var skemmtilegt og gekk ótrúlega vel. Ég púttaði vel og var raunar óvenjulega afslöppuð. Það var ekkert vesen á mér,“ segir Ólafía. Hún spilaði vel alla helgina og var aðeins einn af fimm kylfingum sem voru aldrei yfir pari. Hún var á samtals sjö höggum undir pari, þremur höggum á eftir sigurvegaranum Daniela Darquea frá Ekvador. Spila þurfti á sex höggum yfir pari til að komast áfram á næsta stig. Ólafía Þórunn á þó mjög erfiða leið fyrir höndum til að komast alla leið. Sem dæmi má nefna að á næsta stigi bætast í hópinn 150 bestu kylfingar Symetra-mótaraðarinnar sem er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og þeir kylfingar á LPGA-mótaröðinni sem eiga ekki öruggt sæti á næsta keppnistímabili. Áttatíu bestu kylfingarnir komast á lokastigið og þá eiga enn eftir að bætast við þeir bestu kylfingar heims sem sækjast eftir að komast á LPGA-mótaröðina en eru ekki með öruggt sæti. „Til samanburðar má nefna að það eru bara tvö stig á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina og þá komast 25 efstu inn að lokum,“ bendir Ólafía Þórunn á en hún var í þeim hópi sem komst inn á Evrópumótaröðina fyrir núverandi keppnistímabil.Matarkostnaður tínist saman Það hefur þó gengið erfiðlega að komast inn á mót á Evrópumótaröðinni vegna mikillar aðsóknar kylfinga sem hafa rétt á að keppa á mótunum. Ólafía hefur tekið þátt í tveimur og eftir erfitt fyrsta mót náði hún frábærum árangri á móti í Plzen í Tékklandi þar sem hún hafnaði í 16. sæti og fékk fyrir það rúma hálfa milljón króna í verðlaunafé. „Ég hef skráð mig inn á öll mót og samkvæmt öllu hefði ég átt að komast inn á fleiri. En það hefur ekki gengið eftir. Ég er þó komin inn á tvö mót í september sem eru frábærar fréttir,“ segir hún. Mótin sem Ólafía Þórunn keppir á fara fram í Þýskalandi og á Spáni en það fyrra hefst á fimmtudag. Annað stig í úrtökumótaröð LPGA fer svo fram í Flórída í síðari hluta októbermánaðar. Ólafía Þórunn er í hópi þeirra íslensku kylfinga sem njóta góðs af því að fá framlag úr Forskoti, styrktarsjóði kylfinga á Íslandi, sem sér um að greiða mótsgjöld, ferðakostnað og gistingu. „Ég sé um allan mat sjálf og það getur tínst saman. Ég borga líka kylfubera og hann fær bónus ef mér gengur vel. En það er mjög gott að geta verið í þessu án þess að þurfa að hugsa um peninginn og geta bara einbeitt mér að golfinu,“ segir hún. Ólafía segir enn fremur að hún hafi lært mikið af fyrsta ári sínu sem keppandi á Evrópumótaröðinni enda sýndi hún á Íslandsmótinu á Akureyri í sumar að hún er í frábæru formi. „Ég hef tekið framförum og hef verið að spila marga hringi undir pari. Ég skildi svo nokkur högg eftir úti á velli og því er alltaf svigrúm til bætingar.“ Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir freistar þess nú að komast inn á bandarísku atvinnumannaröðina í golfi, LPGA, samhliða því að keppa á Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn flaug í gegnum fyrsta stig úrtökumótaraðarinnar um helgina. Ólafía tók þátt í móti í Kaliforníu ásamt tæplega 350 öðrum kylfingum og komust 92 áfram á næsta stig mótaraðarinnar en úrtökustigin eru alls þrjú. Þeir sem komast alla leið vinna sér inn þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni sem hefst á næsta ári. „Þetta var skemmtilegt og gekk ótrúlega vel. Ég púttaði vel og var raunar óvenjulega afslöppuð. Það var ekkert vesen á mér,“ segir Ólafía. Hún spilaði vel alla helgina og var aðeins einn af fimm kylfingum sem voru aldrei yfir pari. Hún var á samtals sjö höggum undir pari, þremur höggum á eftir sigurvegaranum Daniela Darquea frá Ekvador. Spila þurfti á sex höggum yfir pari til að komast áfram á næsta stig. Ólafía Þórunn á þó mjög erfiða leið fyrir höndum til að komast alla leið. Sem dæmi má nefna að á næsta stigi bætast í hópinn 150 bestu kylfingar Symetra-mótaraðarinnar sem er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og þeir kylfingar á LPGA-mótaröðinni sem eiga ekki öruggt sæti á næsta keppnistímabili. Áttatíu bestu kylfingarnir komast á lokastigið og þá eiga enn eftir að bætast við þeir bestu kylfingar heims sem sækjast eftir að komast á LPGA-mótaröðina en eru ekki með öruggt sæti. „Til samanburðar má nefna að það eru bara tvö stig á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina og þá komast 25 efstu inn að lokum,“ bendir Ólafía Þórunn á en hún var í þeim hópi sem komst inn á Evrópumótaröðina fyrir núverandi keppnistímabil.Matarkostnaður tínist saman Það hefur þó gengið erfiðlega að komast inn á mót á Evrópumótaröðinni vegna mikillar aðsóknar kylfinga sem hafa rétt á að keppa á mótunum. Ólafía hefur tekið þátt í tveimur og eftir erfitt fyrsta mót náði hún frábærum árangri á móti í Plzen í Tékklandi þar sem hún hafnaði í 16. sæti og fékk fyrir það rúma hálfa milljón króna í verðlaunafé. „Ég hef skráð mig inn á öll mót og samkvæmt öllu hefði ég átt að komast inn á fleiri. En það hefur ekki gengið eftir. Ég er þó komin inn á tvö mót í september sem eru frábærar fréttir,“ segir hún. Mótin sem Ólafía Þórunn keppir á fara fram í Þýskalandi og á Spáni en það fyrra hefst á fimmtudag. Annað stig í úrtökumótaröð LPGA fer svo fram í Flórída í síðari hluta októbermánaðar. Ólafía Þórunn er í hópi þeirra íslensku kylfinga sem njóta góðs af því að fá framlag úr Forskoti, styrktarsjóði kylfinga á Íslandi, sem sér um að greiða mótsgjöld, ferðakostnað og gistingu. „Ég sé um allan mat sjálf og það getur tínst saman. Ég borga líka kylfubera og hann fær bónus ef mér gengur vel. En það er mjög gott að geta verið í þessu án þess að þurfa að hugsa um peninginn og geta bara einbeitt mér að golfinu,“ segir hún. Ólafía segir enn fremur að hún hafi lært mikið af fyrsta ári sínu sem keppandi á Evrópumótaröðinni enda sýndi hún á Íslandsmótinu á Akureyri í sumar að hún er í frábæru formi. „Ég hef tekið framförum og hef verið að spila marga hringi undir pari. Ég skildi svo nokkur högg eftir úti á velli og því er alltaf svigrúm til bætingar.“
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira