Fótbolti

Gott kvöld varð ennþá betra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson er nálægt því að fara með U-21 árs landsliðið í annað sinn í lokakeppni EM.
Eyjólfur Sverrisson er nálægt því að fara með U-21 árs landsliðið í annað sinn í lokakeppni EM. mynd/ksí/hilmar þór
Gott kvöld varð ennþá betra fyrir Eyjólf Sverrisson og lærisveina hans í U-21 árs landsliðinu þegar Frakkar töpuðu 1-0 fyrir Úkraínu á útivelli.

Ísland vann N-Írland með einu marki gegn engu í Belfast í kvöld og er með 15 stig á toppi riðils 3 í undankeppni EM 2017.

Makedónar, sem unnu Skota í kvöld, eru með jafn mörg stig í 2. sæti og Frakkar eru svo í 3. sætinu með 14 stig. Bæði Makedónía og Frakkland hafa leikið átta leiki, eða einum leik meira en Ísland.

Efsta liðið í riðlinum kemst beint í lokakeppnina í Póllandi á næsta ári. Þau fjögur lið sem eru svo með bestan árangur í 2. sæti riðlanna fara svo í umspil um síðustu tvö lausu sætin í lokakeppninni.

Íslendingar eiga þrjá leiki eftir í riðlinum. Á þriðjudaginn mæta íslensku strákarnir Frökkum á útivelli og í byrjun október leika þeir gegn Skotlandi og Úkraínu á heimavelli.


Tengdar fréttir

Hetjan í Belfast: Þetta var erfið fæðing

„Þetta var erfið fæðing í dag en við vorum þolinmóðir, héldum áfram og þetta kom á endanum,“ sagði Heiðar Ægisson, hetja U-21 ára liðs Íslands gegn N-Írlandi í Belfast í kvöld, í viðtali við KSÍ eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×