Erlent

Forseti Úsbekistans allur

Atli Ísleifsson skrifar
Islam Karimov.
Islam Karimov. Vísir/AFP
Islam Karimov, forseti Úsbekistans, er látinn, 78 ára að aldri. Reuters hefur þetta eftir þremur heimildarmönnum sem starfa í utanríkisþjónustu.

Karimov fékk heilablæðingingu á laugardag og hefur síðan legið á gjörgæslu síðan.

Hann hefur gegnt embætti forseta landsins allt frá falli Sovétríkjanna árið 1991 og sigrað þrjár forsetakosningar í röð. Framkvæmd þeirra allra hafa verið gagnrýndar af eftirlitsaðilum.

Lát Karimov mun skiljanlega skapa mikið tómarúm í stjórn landsins. Enginn augljós arftaki ku vera til staðar eftir að næstelsta dóttir Karimov, Gulnara Karimova, féll í ónáð árið 2014 og var sett í stofufangelsi.

Síðast sást til Karimov í ríkissjónvarpi landsins þann 17. ágúst síðastliðinn eftir fund hans með innanríkisráðherra Suður-Kóreu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×