Viðskipti innlent

Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk

Birgir Olgeirsson skrifar
Lánshæfiseinkunnin fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa.
Lánshæfiseinkunnin fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. Vísir/Anton
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s Investor Service tilkynnti fyrr í dag að ákveðið hefði verið að hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep, úr Baa2 í A3, með stöðugum horfum. Frá þessu er greint á vef fjármálaráðuneytisins en þar segir að svo mikil hækkun í einu lagi sé sjaldgæf en Moody‘s segi að það endurspegli hraðan og víðtækan framgang í endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008.

Moody‘s tilkynnti í júní síðastliðnum að það hefði ákveðið að endurmeta Baa2 lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands með hækkun í huga. Í tilkynningunni kom fram að stjórnvöld hefðu náð umtalsverðum árangri við að snúa efnahagslífinu, fjármálakerfinu og opinberum fjármálum á sjálfbæra braut. Þá kom fram að einn lykilþáttur til skoðunar við mat á hækkun lánshæfiseinkunnar væri hvort ný fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir hið opinbera, ásamt endur· bótum sem gerðar hafa verið á skattakerfinu, muni bæta sjálfbærni opinberra skulda til meðallangs tíma.

Sjá nánar á vef fjármálaráðuneytisins hér. 

Seðlabanki Íslands hefur birt lauslega þýðingu á frétt Moody´s frá því í dag á vef sínum sem lesa má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×