Allir fengu „Gangi þér vel“ frá Guðna forseta nema Kristófer Acox sem fékk „Good luck“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:30 Kristófer Acox er sonur Terry Acox sem spilaði hér á landi á síðustu öld. vísir/stefán Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, greindi frá skondnu atviki sem kom upp fyrir leik Íslands og Sviss í gær á Twitter-síðu sinni eftir glæsilegan 16 stiga sigur strákanna, 88-72. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði honum á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku. Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær. Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.Kristófer Acox skorar tvö stig á móti Sviss í gærkvöldi.vísir/ernir„Thanks bruh“ Ellefu af tólf leikmönnum liðsins fengu kveðju frá forsetanum á íslensku en Kristófer, sem á íslenska móður en amerískan föður sem spilaði körfubolta hér á landi á síðustu öld, fékk kveðju á ensku. „Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína. Þessi öflugi kraftframherji sem spilar með Furman-háskólanum í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum átti góðan leik og skoraði sjö stig og tók sjö fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í sigrinum í gærkvöldi. Hann hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram !— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016 @kjartansson4 "thanks bruh"— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016 Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00 Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00 Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Sjá meira
Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, greindi frá skondnu atviki sem kom upp fyrir leik Íslands og Sviss í gær á Twitter-síðu sinni eftir glæsilegan 16 stiga sigur strákanna, 88-72. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði honum á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku. Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær. Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.Kristófer Acox skorar tvö stig á móti Sviss í gærkvöldi.vísir/ernir„Thanks bruh“ Ellefu af tólf leikmönnum liðsins fengu kveðju frá forsetanum á íslensku en Kristófer, sem á íslenska móður en amerískan föður sem spilaði körfubolta hér á landi á síðustu öld, fékk kveðju á ensku. „Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína. Þessi öflugi kraftframherji sem spilar með Furman-háskólanum í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum átti góðan leik og skoraði sjö stig og tók sjö fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í sigrinum í gærkvöldi. Hann hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram !— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016 @kjartansson4 "thanks bruh"— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00 Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00 Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Sjá meira
Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00
Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00
Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti