Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 13:45 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00