Vopnahléið hangir á bláþræði Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 13:30 Úr Aleppo. Vísir/AFP Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00
Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30
Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33
Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47