Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2016 22:02 Álagið á kínverska bankakerfið sagt þrefalt yfir hættumörkum. Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit. Brexit Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit.
Brexit Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira