Rússabanni svarað með frystigeymslu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2016 20:30 Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15