Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2016 19:00 Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira