Enski boltinn

Hitaðu upp fyrir stórleik kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld þegar Chelsea og Liverpool eigast við á Stamford Bridge klukkan 19.00 í kvöld.

Antonio Conte hefur enn ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan hann tók við Chelsea í sumar en liðið er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig af tólf mögulegum.

Liverpool hóf leiktíðina af krafti með 4-3 sigri á Arsenal en vann svo ekki næstu tvo leiki sína. Lærisveinar Jürgen Klopp komust svo aftur á beinu brautina með frábærum 4-1 sigri á Englandsmeisturum Leicester á laugardaginn.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitunarmyndband fyrir leikinn en þess má geta að bein útsending frá myndveri Stöðvar 2 Sports hefst klukkan 18.40, eftir beina útsendingu frá leik ÍBV og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla.

Þar verða þeir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, og Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, gestir Harðar Magnússonar og munu þeir hita upp fyrir stórleik kvöldsins og gera hann svo upp að honum loknum.

Í spilurunum hér fyrir neðan má sjá hvað stjórar liðanna höfðu að segja á blaðamannafundi fyrir leikinn.


Tengdar fréttir

Luiz verður í liði Chelsea gegn Liverpool

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur staðfest að brasilíski miðvörðurinn David Luiz verði í byrjunarliði Chelsea gegn Liverpool annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×