Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 15:21 Forseti Íslands var gestur fréttastofu Channel 4 í Bretlandi. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00