Handbolti

Óvænt úrslit í Safamýrinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með ellefu mörk.
Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með ellefu mörk. vísir/vilhelm
ÍBV tapaði óvænt stigi gegn Fram í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. Niðurstaðan var jafntefli, 26-26.

Framarar leiddu með eins marks mun í hálfleik en Viktor Gísli Hallgrímsson, sextán ára markvörður í liði Fram, átti góðan leik í marki Fram.

Theodór Sigurbjörnsson skoraði ellefu mörk fyrir ÍBV í kvöld en það dugði ekki til. Andri Þór Helgason var markahæstur í liði Fram með sex mörk.

Frömurum var spáð botnsæti deildarinnar fyrir tímabilið en flestir reikna með að Eyjamenn verði í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

Fram - ÍBV 26-26 (13-12)

Mörk Fram: Andri Þór Helgason 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Arnar Birkir Hálfdánarson 5, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Valdimar Sigurðsson 4, Sigurður Þorsteinsson 2.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 11, Sigurbergur Sveinsson 5, Agnar Smári Jónsson 4, Róbert Aron Hostert 3, Sindri Haraldsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×