Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2016 19:45 Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57
Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15