Formúla 1

Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mercedes bílar Hamilton og Rosberg á eftir Ferrari bíl Kimi Raikkonen á Marina Bay brautinni í fyrra.
Mercedes bílar Hamilton og Rosberg á eftir Ferrari bíl Kimi Raikkonen á Marina Bay brautinni í fyrra. Vísir/Getty
Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku.

Bæði Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn liðsins áttu erfitt með að fá dekkin til að virka rétt. Heitt og rakt andrúmsloft gerði þeim erfitt fyrir. Mercedes hefur að eigin sögn greint vandan og telur liðið að það geti komið í veg fyrir að sömu vandamál komi upp um helgina.

„Þetta er keppni þar sem eitt vandamál getur skapað fleiri eftir því sem á líður helgina. Við verðum að ná því besta út úr öllum þáttum liðsins til að ná góðri niðurstöðu hér,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.

„Við klúðruðum þessu í fyrra en þótt við teljum okkur nú skilja hvernig, þá getur einungis jákvæð niðurstaða á brautinni sannað þær niðurstöður. Við erum forvitin að vita hvað mun gerast,“ bætti Wolff við.

„Við bindum miklar vonir við að keppnin verði betri í ár en í fyrra. Við munum leggja mikla vinnu á okkur á æfingum til að skila góðri niðurstöðu í tímatökunni og svo ná góðri keppni í framhaldinu. Við elskum að glíma við áskoranir,“ sagði Wolff að lokum.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Mercedes átti Monza

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Mkonza og nældi sér í 25 stig. Hann minnkaði forksot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna úr niu stigum í tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×