Formanni Framsóknar ekki tekist að ávinna sér glatað traust Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2016 13:07 Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira