Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Snærós Sindradóttir skrifar 15. september 2016 06:30 Búvörusamningarnir fela í sér um fjórtán milljarða króna útgjöld ríkisins á ári, næstu tíu árin. vísir/anton brink „Mér finnst þetta ótrúlegur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðuflokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.Björt ÓlafsdóttirBreytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þingmenn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í salnum voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varðandi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvörusamningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digurbarkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem hafnaði samningunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“Katrín Jakobsdóttirvísir/anton brinkKjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitthvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlegur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðuflokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.Björt ÓlafsdóttirBreytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þingmenn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í salnum voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varðandi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvörusamningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digurbarkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem hafnaði samningunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“Katrín Jakobsdóttirvísir/anton brinkKjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitthvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30
Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15