Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2016 06:30 Þriggja ára gömul rannsókn sýnir að tvö prósent barna byrja að nota netið fyrir þriggja ára aldur. Aukin netnotkun síðustu þrjú ár benda til að hlutfallið hafi hækkað. vísir/getty Aukin notkun snjalltækja hefur hættur í för með sér fyrir íslenskuna. Annars vegar er hætta á að snjalltækjavæðingin dragi úr mállegum samskiptum barna og fullorðinna og hins vegar að hún leiði til aukinnar notkunar ensku í málumhverfi barna á máltökuskeiði. Svona hefst grein Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors í íslensku, um snjalltækjavæðingu og máltöku íslenskra barna sem birtist í vefritinu Hugrás. En Sigríður, ásamt Eiríki Rögnvaldssyni prófessor, hefur fengið styrk frá Rannsóknarsjóði til að kanna stöðu íslenskunnar í stafrænu umhverfi.Eiríkur RögnvaldssonEiríkur segir tilfinningu margra vera að áhrif snjalltækja og tækni séu mikil á máltökuna en engar rannsóknir séu til um það. „Við viljum til að mynda skoða hvort dregið hafi úr íslensku máláreiti hjá börnum. Því til þess að börn læri tungumál, þá þurfa þau ákveðið mikið áreiti á því máli. Við þykjumst vita að það sé margt í málumhverfi barna sem hafi breyst á stuttum tíma. Ung börn sem liggja yfir Youtube og gagnvirkir tölvuleikir þar sem enska er töluð gætu haft mikil áhrif.“ Eiríkur segir að annars vegar verði kannað hversu mikill þrýstingur komi frá enskunni á málið en einnig hvort viðnám íslenskunnar hafi minnkað. „Þar sem hún er mögulega ekki notuð jafn mikið, vegna minni samskipta.“ Notkun snjalltækja hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og þá sérstaklega meðal yngri barna. Í SAFT-könnun frá 2013 kom í ljós að 62 prósent íslenskra barna byrji að nota netið fimm til átta ára, tæp 12 prósent þriggja til fjögurra ára og tvö prósent eru yngri en þriggja ára. Sigríður bendir á í grein sinni að mikil notkun snjalltækja hafi mikil áhrif á samverustundir fjölskyldna á kostnað mállegra samskipta. En málleg samskipti séu nauðsynleg forsenda máltöku. Talmeinafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við tóku undir þessar áhyggjur íslenskufræðinganna. Þó sé alls ekki víst hvort börn þrói frekar með sér málröskun vegna þessa en að snjalltækjanotkun og færri samverustundir geti vel haft áhrif á málþroskann, orðaforða og tengslamyndun. Einnig séu mörg dæmi um að börn geti tjáð sig betur á ensku en íslensku.Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingurÞórunn Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir talmeinafræðinga vinna mikið með framburðarvandamál og málþroska barna á leik- og grunnskólaaldri. En bið eftir aðstoð talmeinafræðinga er 12 til 18 mánuðir. Leikskólastjóri með áratuga reynslu sem Fréttablaðið ræddi við staðfesti þetta og sagði mun fleiri börn vera sein til máltöku í dag en áður og þurfa aðstoð talmeinafræðings. „Það eru engar rannsóknir sem styðja þessar vangaveltur en auðvitað hafa samskipti í samfélaginu breyst á síðustu árum. Við sjáum aftur á móti klárlega að orðaforði eldri barna er að breytast og það er tilfinning margra talmeinafræðinga að íslenskur orðaforði sé orðinn minni,“ segir Þórunn. Anna Ósk Sigurðardóttir er talmeinafræðingur í Miðgarði, þjónustumiðstöð í Grafarvogi, sem þjónustar öll leikskóla- og grunnskólabörn í hverfinu. Hún segist mest verða vör við áhrif enskunnar á máltökuna. „Mjög ung börn eru farin að horfa á efni á Youtube. Alveg niður í fjögurra ára gömul. Ég veit ekki hvort það hafi slæm áhrif á málþroskann, en við gætum sannarlega verið að týna íslenskunni.“ Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur segist heyra frá mörgum áttum af áhyggjum varðandi málþroska ungra barna. „Það hefur verið bent á að þetta byrji strax hjá ungbörnum, að þau nái ekki tengslum við foreldra þar sem þau eru sífellt með símana á lofti. Til dæmis við brjóstagjöf,“ segir hún en hún hefur undanfarið fundað með mörgum leikskólastjórum sem hafa sömu sögu að segja. „Mörgum finnst foreldrar vera of mikið með tækin í kringum börnin sín í stað þess að eiga samskipti. Sumir hafa brugðið á það ráð að biðja foreldra að vera ekki í símanum þegar þeir sækja börnin.“ Þóra bendir á að bæði foreldrar og börn verji miklum tíma í tækjunum en að foreldrar séu vissulega fyrirmyndin. „Það þarf að velja allan skjátíma af kostgæfni. Er maður að leyfa þeim að fara í tölvuna til að eyða tíma eða til að læra af því? Allur skjátími er ónýtur tími ef hann hefur ekkert markmið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Aukin notkun snjalltækja hefur hættur í för með sér fyrir íslenskuna. Annars vegar er hætta á að snjalltækjavæðingin dragi úr mállegum samskiptum barna og fullorðinna og hins vegar að hún leiði til aukinnar notkunar ensku í málumhverfi barna á máltökuskeiði. Svona hefst grein Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors í íslensku, um snjalltækjavæðingu og máltöku íslenskra barna sem birtist í vefritinu Hugrás. En Sigríður, ásamt Eiríki Rögnvaldssyni prófessor, hefur fengið styrk frá Rannsóknarsjóði til að kanna stöðu íslenskunnar í stafrænu umhverfi.Eiríkur RögnvaldssonEiríkur segir tilfinningu margra vera að áhrif snjalltækja og tækni séu mikil á máltökuna en engar rannsóknir séu til um það. „Við viljum til að mynda skoða hvort dregið hafi úr íslensku máláreiti hjá börnum. Því til þess að börn læri tungumál, þá þurfa þau ákveðið mikið áreiti á því máli. Við þykjumst vita að það sé margt í málumhverfi barna sem hafi breyst á stuttum tíma. Ung börn sem liggja yfir Youtube og gagnvirkir tölvuleikir þar sem enska er töluð gætu haft mikil áhrif.“ Eiríkur segir að annars vegar verði kannað hversu mikill þrýstingur komi frá enskunni á málið en einnig hvort viðnám íslenskunnar hafi minnkað. „Þar sem hún er mögulega ekki notuð jafn mikið, vegna minni samskipta.“ Notkun snjalltækja hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og þá sérstaklega meðal yngri barna. Í SAFT-könnun frá 2013 kom í ljós að 62 prósent íslenskra barna byrji að nota netið fimm til átta ára, tæp 12 prósent þriggja til fjögurra ára og tvö prósent eru yngri en þriggja ára. Sigríður bendir á í grein sinni að mikil notkun snjalltækja hafi mikil áhrif á samverustundir fjölskyldna á kostnað mállegra samskipta. En málleg samskipti séu nauðsynleg forsenda máltöku. Talmeinafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við tóku undir þessar áhyggjur íslenskufræðinganna. Þó sé alls ekki víst hvort börn þrói frekar með sér málröskun vegna þessa en að snjalltækjanotkun og færri samverustundir geti vel haft áhrif á málþroskann, orðaforða og tengslamyndun. Einnig séu mörg dæmi um að börn geti tjáð sig betur á ensku en íslensku.Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingurÞórunn Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir talmeinafræðinga vinna mikið með framburðarvandamál og málþroska barna á leik- og grunnskólaaldri. En bið eftir aðstoð talmeinafræðinga er 12 til 18 mánuðir. Leikskólastjóri með áratuga reynslu sem Fréttablaðið ræddi við staðfesti þetta og sagði mun fleiri börn vera sein til máltöku í dag en áður og þurfa aðstoð talmeinafræðings. „Það eru engar rannsóknir sem styðja þessar vangaveltur en auðvitað hafa samskipti í samfélaginu breyst á síðustu árum. Við sjáum aftur á móti klárlega að orðaforði eldri barna er að breytast og það er tilfinning margra talmeinafræðinga að íslenskur orðaforði sé orðinn minni,“ segir Þórunn. Anna Ósk Sigurðardóttir er talmeinafræðingur í Miðgarði, þjónustumiðstöð í Grafarvogi, sem þjónustar öll leikskóla- og grunnskólabörn í hverfinu. Hún segist mest verða vör við áhrif enskunnar á máltökuna. „Mjög ung börn eru farin að horfa á efni á Youtube. Alveg niður í fjögurra ára gömul. Ég veit ekki hvort það hafi slæm áhrif á málþroskann, en við gætum sannarlega verið að týna íslenskunni.“ Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur segist heyra frá mörgum áttum af áhyggjum varðandi málþroska ungra barna. „Það hefur verið bent á að þetta byrji strax hjá ungbörnum, að þau nái ekki tengslum við foreldra þar sem þau eru sífellt með símana á lofti. Til dæmis við brjóstagjöf,“ segir hún en hún hefur undanfarið fundað með mörgum leikskólastjórum sem hafa sömu sögu að segja. „Mörgum finnst foreldrar vera of mikið með tækin í kringum börnin sín í stað þess að eiga samskipti. Sumir hafa brugðið á það ráð að biðja foreldra að vera ekki í símanum þegar þeir sækja börnin.“ Þóra bendir á að bæði foreldrar og börn verji miklum tíma í tækjunum en að foreldrar séu vissulega fyrirmyndin. „Það þarf að velja allan skjátíma af kostgæfni. Er maður að leyfa þeim að fara í tölvuna til að eyða tíma eða til að læra af því? Allur skjátími er ónýtur tími ef hann hefur ekkert markmið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira