Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2016 19:51 Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira