Fótbolti

Ceferin er nýr forseti UEFA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ceferin á UEFA-þinginu.
Ceferin á UEFA-þinginu. vísir/getty
Slóveninn Aleksander Ceferin var nú í morgun kjörinn nýr forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Ceferin hafði betur í kjörinu gegn Hollendingnum Michael van Praag. Ceferin fékk 42 atkvæði en Van Praag 13.

KSÍ hafði lýst yfir stuðningi við Van Praag en það voru augljóslega ekki margir á sama vagni.

Ceferin hefur verið forseti slóvenska knattspyrnusambandsins síðan 2011. Hann verður fimmtugur í næsta mánuði.

Hann hefur opinberlega stutt að EM með 24 liðum sé málið og það eigi ekki að fækka niður í 16 á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×