Enski boltinn

Rýr uppskera hjá Íslendingaliðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar lék sinn fyrsta leik fyrir Fulham í kvöld.
Ragnar lék sinn fyrsta leik fyrir Fulham í kvöld. vísir/getty
Það gekk illa hjá Íslendingunum í ensku B-deildinni í kvöld.

Ragnar Sigurðsson þreytti frumraun sína með Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burton Albion á heimavelli. Ragnar lék allan leikinn í vörninni.

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City fóru illa að ráði sínu gegn Sheffield Wednesday á Hillsborough.

Bristol var 0-2 yfir í hálfleik þökk sé tveimur mörkum frá Tammy Abraham. En í seinni hálfleik fór allt til fjandans hjá liðinu.

Steven Fletcher minnkaði muninn í 1-2 á 52. mínútu en sjö mínútum síðar fékk Bristol vítaspyrnu og Sam Hutchinson var rekinn af velli. Lee Tomlin fór á punktinn en klúðraði.

Skömmu síðar var Gary O'Neil, leikmaður Bristol, rekinn af velli og því jafnt í liðum. Barry Bannan jafnaði metin á 75. mínútu og í uppbótartíma skoraði Kieran Lee sigurmark Sheffield og tryggði liðinu stigin þrjú.

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Wolves sem steinlá, 0-4, fyrir Barnsley á heimavelli.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City og lék allan leikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Preston á útivelli.

Þá valtaði Newcastle United yfir QPR á útivelli, 0-6. Jonjo Shelvey skoraði tvö mörk og þeir Ayoze Perez, Cieran Clark, Aleksandar Mitrovic og Grant Hanley sitt markið hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×