Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 19:33 Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26
Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43