Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 17:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti