Baggalútur reif inn 90 milljónir fyrir hádegi Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 14:16 Miðar á jólatónleika Baggalúts rjúka út eins og heitar lummur. Miðar á jólatónleika hinna gríðarlega vinsælu Baggalúts voru rifnir út, það seldist upp á 12 jólatónleika á einungis klukkustund nú í morgun. Baggalútarnir hafa boðað til aukatónleika ofan á það. Brúttótekjur af því eru um 90 milljónir en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíó sem tekur 970 manns í sæti, en einhver sæti eru frátekin. Miðaverð er 8000 krónur.„Við erum að sjálfsögðu himinlifandi með þetta og erum þegar komnir í dúndrandi jólagír, sem reynslan hefur sýnt að endist jafnan hjá okkur langt fram í febrúar,“ segir Karl Sigurðsson.Í fyrra var greint frá því að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf, staðfesti þá að 16 tónleikar yrðu haldnir og það var þá metár. Vert er að hafa í huga að Baggalútarnir þurfa að mæta ýmsum kostnaði við tónleikahald sitt en þeir hafa aldrei sparað neinu til þegar hljóðfæraleikarar eru annars vegar, ávallt verið með fjölmenna sveit auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að kalla til gestasöngvara þegar svo ber undir. Einnig þurfa þeir að mæta kostnaði við leigu á húsnæði. Engu að síður má ætla að tekjurnar séu verulegar eftir kostnað. Baggalútur hefur gert út á jólamarkaðinn af einstakri seiglu og útsjónarsemi. Frá upphafi ferils síns hafa þeir sent frá sér jólalög; glúrna texta sem þeir hafa sungið við vinsæl lög frá liðnum tímum. Eðlilegt skref voru jólatónleikar, þegar þeim óx fiskur um hrygg og þar var lítil samkeppni þó fjölmargir vilji nú gera út á þann markað sem virðist lengi taka við. Þetta er 11. árið sem hljómsveitin blæs til jólatónleika. ... Reikningskunnátta blaðamanns skolaðist til, hann var fullákafur og í fyrstu útgáfu þessarar fréttar sagði að brúttótekjur væru 140 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Dæmið lítur sem sagt út svona 948 x 7997 x 12 sem gera 90.973.872. Á vef Háskólabíós segir hins vegar sagt að salurinn taki 970 í sæti. En, einhver sæti eru frátekin og þá þarf að koma fyrir mixer og ljósaborði sem einnig klípur af sætafjöld. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Miðar á jólatónleika hinna gríðarlega vinsælu Baggalúts voru rifnir út, það seldist upp á 12 jólatónleika á einungis klukkustund nú í morgun. Baggalútarnir hafa boðað til aukatónleika ofan á það. Brúttótekjur af því eru um 90 milljónir en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíó sem tekur 970 manns í sæti, en einhver sæti eru frátekin. Miðaverð er 8000 krónur.„Við erum að sjálfsögðu himinlifandi með þetta og erum þegar komnir í dúndrandi jólagír, sem reynslan hefur sýnt að endist jafnan hjá okkur langt fram í febrúar,“ segir Karl Sigurðsson.Í fyrra var greint frá því að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf, staðfesti þá að 16 tónleikar yrðu haldnir og það var þá metár. Vert er að hafa í huga að Baggalútarnir þurfa að mæta ýmsum kostnaði við tónleikahald sitt en þeir hafa aldrei sparað neinu til þegar hljóðfæraleikarar eru annars vegar, ávallt verið með fjölmenna sveit auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að kalla til gestasöngvara þegar svo ber undir. Einnig þurfa þeir að mæta kostnaði við leigu á húsnæði. Engu að síður má ætla að tekjurnar séu verulegar eftir kostnað. Baggalútur hefur gert út á jólamarkaðinn af einstakri seiglu og útsjónarsemi. Frá upphafi ferils síns hafa þeir sent frá sér jólalög; glúrna texta sem þeir hafa sungið við vinsæl lög frá liðnum tímum. Eðlilegt skref voru jólatónleikar, þegar þeim óx fiskur um hrygg og þar var lítil samkeppni þó fjölmargir vilji nú gera út á þann markað sem virðist lengi taka við. Þetta er 11. árið sem hljómsveitin blæs til jólatónleika. ... Reikningskunnátta blaðamanns skolaðist til, hann var fullákafur og í fyrstu útgáfu þessarar fréttar sagði að brúttótekjur væru 140 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Dæmið lítur sem sagt út svona 948 x 7997 x 12 sem gera 90.973.872. Á vef Háskólabíós segir hins vegar sagt að salurinn taki 970 í sæti. En, einhver sæti eru frátekin og þá þarf að koma fyrir mixer og ljósaborði sem einnig klípur af sætafjöld.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira