Baggalútur reif inn 90 milljónir fyrir hádegi Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 14:16 Miðar á jólatónleika Baggalúts rjúka út eins og heitar lummur. Miðar á jólatónleika hinna gríðarlega vinsælu Baggalúts voru rifnir út, það seldist upp á 12 jólatónleika á einungis klukkustund nú í morgun. Baggalútarnir hafa boðað til aukatónleika ofan á það. Brúttótekjur af því eru um 90 milljónir en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíó sem tekur 970 manns í sæti, en einhver sæti eru frátekin. Miðaverð er 8000 krónur.„Við erum að sjálfsögðu himinlifandi með þetta og erum þegar komnir í dúndrandi jólagír, sem reynslan hefur sýnt að endist jafnan hjá okkur langt fram í febrúar,“ segir Karl Sigurðsson.Í fyrra var greint frá því að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf, staðfesti þá að 16 tónleikar yrðu haldnir og það var þá metár. Vert er að hafa í huga að Baggalútarnir þurfa að mæta ýmsum kostnaði við tónleikahald sitt en þeir hafa aldrei sparað neinu til þegar hljóðfæraleikarar eru annars vegar, ávallt verið með fjölmenna sveit auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að kalla til gestasöngvara þegar svo ber undir. Einnig þurfa þeir að mæta kostnaði við leigu á húsnæði. Engu að síður má ætla að tekjurnar séu verulegar eftir kostnað. Baggalútur hefur gert út á jólamarkaðinn af einstakri seiglu og útsjónarsemi. Frá upphafi ferils síns hafa þeir sent frá sér jólalög; glúrna texta sem þeir hafa sungið við vinsæl lög frá liðnum tímum. Eðlilegt skref voru jólatónleikar, þegar þeim óx fiskur um hrygg og þar var lítil samkeppni þó fjölmargir vilji nú gera út á þann markað sem virðist lengi taka við. Þetta er 11. árið sem hljómsveitin blæs til jólatónleika. ... Reikningskunnátta blaðamanns skolaðist til, hann var fullákafur og í fyrstu útgáfu þessarar fréttar sagði að brúttótekjur væru 140 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Dæmið lítur sem sagt út svona 948 x 7997 x 12 sem gera 90.973.872. Á vef Háskólabíós segir hins vegar sagt að salurinn taki 970 í sæti. En, einhver sæti eru frátekin og þá þarf að koma fyrir mixer og ljósaborði sem einnig klípur af sætafjöld. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Miðar á jólatónleika hinna gríðarlega vinsælu Baggalúts voru rifnir út, það seldist upp á 12 jólatónleika á einungis klukkustund nú í morgun. Baggalútarnir hafa boðað til aukatónleika ofan á það. Brúttótekjur af því eru um 90 milljónir en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíó sem tekur 970 manns í sæti, en einhver sæti eru frátekin. Miðaverð er 8000 krónur.„Við erum að sjálfsögðu himinlifandi með þetta og erum þegar komnir í dúndrandi jólagír, sem reynslan hefur sýnt að endist jafnan hjá okkur langt fram í febrúar,“ segir Karl Sigurðsson.Í fyrra var greint frá því að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf, staðfesti þá að 16 tónleikar yrðu haldnir og það var þá metár. Vert er að hafa í huga að Baggalútarnir þurfa að mæta ýmsum kostnaði við tónleikahald sitt en þeir hafa aldrei sparað neinu til þegar hljóðfæraleikarar eru annars vegar, ávallt verið með fjölmenna sveit auk þess sem þeir hafa verið duglegir við að kalla til gestasöngvara þegar svo ber undir. Einnig þurfa þeir að mæta kostnaði við leigu á húsnæði. Engu að síður má ætla að tekjurnar séu verulegar eftir kostnað. Baggalútur hefur gert út á jólamarkaðinn af einstakri seiglu og útsjónarsemi. Frá upphafi ferils síns hafa þeir sent frá sér jólalög; glúrna texta sem þeir hafa sungið við vinsæl lög frá liðnum tímum. Eðlilegt skref voru jólatónleikar, þegar þeim óx fiskur um hrygg og þar var lítil samkeppni þó fjölmargir vilji nú gera út á þann markað sem virðist lengi taka við. Þetta er 11. árið sem hljómsveitin blæs til jólatónleika. ... Reikningskunnátta blaðamanns skolaðist til, hann var fullákafur og í fyrstu útgáfu þessarar fréttar sagði að brúttótekjur væru 140 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Dæmið lítur sem sagt út svona 948 x 7997 x 12 sem gera 90.973.872. Á vef Háskólabíós segir hins vegar sagt að salurinn taki 970 í sæti. En, einhver sæti eru frátekin og þá þarf að koma fyrir mixer og ljósaborði sem einnig klípur af sætafjöld.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira