Regnbogi í ám um alla Vestfirði Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 11:35 Regnbogasilungur veiðist nú víða á Vestfjörðum og það vilja Landssamtök veiðfélaga hafa til marks um þá umhverfsvá sem stendur fyrir dyrum, hvað varðar fyrirhugaða stóraukningu í laxeldi. MYND/FISKELDI AUSTFJARÐA Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira