Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2016 09:55 Sigmundur Davíð ásamt Önnu Stellu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Hofi um helgina. vísir/sveinn Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vandar Guðna Ágústssyni ekki kveðjurnar. Guðni segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Sigmundur Davíð geti skaðað Framsóknarflokkinn. „ Guðni Ágústsson hefur frá fyrstu dögum okkar hjóna í hringiðu stjórnmálanna deilt með okkur sögum og vel meintum heilræðum,“ segir Anna Sigurlaug. „Ef mig misminnir ekki var það hann sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti það heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann.“ Greinilegt er að Önnu Sigurlaugu finnst Guðni, sem er fyrrverandi formaður flokksins, ekki fara eftir eigin ráðleggingum. „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Sigurður Ingi sætti öfl Í viðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Guðni meðal annars að mikilvægt sé að fá frið um formannsembætti flokksins. Guðni segir að í starfið þurfi að veljast maður sem geti talað við alla án þess að persónuleg einkamál þvælist fyrir góðum málum ríkisstjórnarinnar. „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda. Nú finn ég að þó mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum,“ segir Guðni. Traust almennings gagnhvart almenningi hafi hins vegar beðið hnekki. Sigurður Ingi sé maður sem geti talað við alla. „Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður en hefur staðið sig frábærlega Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og talað við alla þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert,“ segir Guðni. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vandar Guðna Ágústssyni ekki kveðjurnar. Guðni segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Sigmundur Davíð geti skaðað Framsóknarflokkinn. „ Guðni Ágústsson hefur frá fyrstu dögum okkar hjóna í hringiðu stjórnmálanna deilt með okkur sögum og vel meintum heilræðum,“ segir Anna Sigurlaug. „Ef mig misminnir ekki var það hann sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti það heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann.“ Greinilegt er að Önnu Sigurlaugu finnst Guðni, sem er fyrrverandi formaður flokksins, ekki fara eftir eigin ráðleggingum. „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Sigurður Ingi sætti öfl Í viðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Guðni meðal annars að mikilvægt sé að fá frið um formannsembætti flokksins. Guðni segir að í starfið þurfi að veljast maður sem geti talað við alla án þess að persónuleg einkamál þvælist fyrir góðum málum ríkisstjórnarinnar. „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda. Nú finn ég að þó mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum,“ segir Guðni. Traust almennings gagnhvart almenningi hafi hins vegar beðið hnekki. Sigurður Ingi sé maður sem geti talað við alla. „Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður en hefur staðið sig frábærlega Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og talað við alla þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert,“ segir Guðni.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira