Enski boltinn

Bjarni: Eins og Liverpool spilaði gegn Leicester er þetta lið sem á að stefna á titilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Englandsmeistara Leicester, 4-1, í ensku úrvalsdeildinni um helgina en liðið er í sjötta sæti með sjö stig eftir fjóra leiki.

Liverpool vann fyrsta leik sinn á tímabilinu en tapaði svo afar óvænt gegn Burnley, 2-0, í annarri umferð. Því fylgdi jafntefli gegn Tottenham áður en kom að þessari frábæru frammistöðu gegn Leicester.

„Það var ótrúlegt að fylgjast með Liverpool, en eins og það spilaði þennan leik þá er þetta lið sem maður verður að segja að eigi að stefna að titlinum,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.

„Við og þeir þurfum samt að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig þeir fara og spila við lið eins og Burnley og tapa 2-0. Þetta er það sem Liverpool verður að breyta ef það ætlar sér á toppinn,“ sagði Bjarni.

Bjarni greindi frábæra spilamennsku Liverpool í leiknum ásamt Arnari Gunnlaugssyni en það má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×