Facebook þakkar Solberg fyrir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 22:04 Bréfið til Solberg var birt opinberlega í dag þar sem Facebook segist ætla að gera betur. vísir/afp Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag. Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag.
Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11
Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45